Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), tók þátt í orgíum og hefur hugsanlega greitt vændiskonum fyrir kynlíf. Þetta hefur vikuritið Time eftir Henri Leclerc, lögfræðingi hans. Lögfræðingurinn neitar því hins vegar að framkvæmdastjórinn fyrrverandi sem sagði af sér í maí í fyrra þegar hann var sakaður um að hafa nauðgað þernu á hóteli í New York. Fallið var frá kæru á hendur honum.

Réttarhöld standa nú yfir í frönsku borginni Lille um hugsanlega þátttöku Strauss-Kahn í vændishring. Grunur leikur á að vændiskonur hafi verið fluttar frá Belgíu til Frakklands fyrir svallveislur sem framkvæmdastjórinn fyrrverandi á að hafa tekið þátt í. Strauss-Kahn hefur gengis við því að hafa tekið þátt í svallveislunum. Fram hefur komið í réttarhöldunum að vændiskonur hafi ferðast yfir til Washington til fundar við Strauss-Kahn þegar hann var framkvæmdastjóri AGS. Hann hefur hins vegar neitað því að hafa greitt fyrir kynlíf með konunum.

Leyfilegt er að greiða fyrir vændi í Frakklandi. Hins vegar er rekstur vændishúsa ólöglegur og snýst málareksturinn um það hvort Strauss-Kahn hafi vísvitandi sofið hjá vændiskonum og hver hafi greitt þeim.

Strauss-Kahn, Dominique
Strauss-Kahn, Dominique
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri AGS, segist ekki hafa greitt fyrir kynlíf með fjölda kvenna.