Domino's gefur frítt gos með öllum pöntunum í dag. Þetta kemur fram á vefsíðu skyndibitastaðarins. Þar segir að tveggja lítra gos sé afhent með hverri pöntun.

Það verður að teljast líklegt að útspil Domino's tengist eldgosinu sem hófst á Reykjanesskaga í dag, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum, um 1,5 km norður af Stóra-Hrút.

Þetta er jafnframt ekki í fyrsta skipti sem Domino's gefur frítt gos í tilefni af eldgosi. Í mars í fyrra gaf Domino's frítt gos með öllum pöntunum rúmlega tveimur vikum áður en eldgosið við Fagradalsfjall hófst.