Dominos hefur lokað síðasta staðnum á Ítalíu, fæðingarstað pítsunnar. Þetta kemur fram í grein hjá Bloomberg.

Skyndibitakeðjan mætti til Ítalíu árið 2015 í gegnum fyrirtækið ePizza SpA og var á tímabili með 29 útibú. Upphaflega var ætlunin að opna 880 útibú í landinu, en fyrirtækið stóð frammi fyrir harðri samkeppni frá ítölskum pítsastöðum.

Samkeppnin varð sérstaklega hörð í faraldrinum þegar hefðbundnir pítsastaðir á Ítalíu sömdu við þriðja aðila á borð við Just Eat um heimsendingarþjónustu.

Skyndibitakeðjan skuldaði 10,6 milljónir evra í lok árs 2020, eða sem nemur 1,5 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi félagsins.