Landsbankinn, Dominos og farsímafyrirtækið Nova hafa verið tilnefnd til markaðsverðlauna Ímark, samtaka markaðsfólks á Íslandi. Verðlaunin verða afhent 14. nóvember næstkomandi á  Hilton Reykjavík Nordica. Á sama tíma og markaðsfyrirtæki ársins er valið verður greint frá því hver hafi verið valinn markaðsmaður ársins 2013.

Þetta er 23. skiptið sem verðlaunin verða afhent, að því er fram kemur í tilkynningu. Verðlaunin verða sem fyrr veitt því fyrirtæki og einstaklingi sem skarað hefur fram úr í markaðsmálum og sinnt þeim af fagmennsku.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenta Íslensku markaðsverðlaunin 2013. Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marels, flytur ávarp en Marel var valið markaðsfyrirtæki ársins 2012.

Á myndinni má sjá verðlaunagripinn sem veittur er markaðsfyrirtæki og markaðsmanni ársins.