Dominos var valið markaðsfyrirtæki ársins 2013 og Grímur Sæmundsen var valinn markaðsmaður ársins við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica í dag en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Íslensku markaðsverðlaunin 2013. ÍMARK, samtök markaðsfólks á Íslandi, standa að valinu.

„Við erum mjög stolt og ánægð að veita Dominos og Grími Sæmundsen Íslensku markaðsverðlaunin 2013 fyrir faglegt og framúrskarandi markaðsstarf. Íslensku markaðsverðlaunin eru mikil viðurkenning og þykja eftirsóknarverð fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem þau hljóta,“ segir Friðrik Larsen, stjórnarformaður ÍMARK.

Verðlaunin markaðsmaður ársins eru nú veitt í 16. skipti en sérstök dómefnd skipuð einstaklingum úr íslensku atvinnulífi velur hann. ,,Það er samdóma álit dómnefndar að Grímur Sæmundsen er vel að þessum verðlaunum kominn fyrir faglegt og árangursríkt markaðsstarf. Hann hefur náð að byggja upp alþjóðlegt og arðbært