Hæstiréttur Suður-Afríku hefur breytt dómi lægra dómsstigs yfir Oscar Pistorius. Hann var upphaflega sakfelldur fyrir manndráp en hann hefur nú verið sakfelldur fyrir morð.

Hæstiréttur sagði að lægra dómstigið hefði ekki beitt reglunni dolust eventualis rétt, en hún fjallar um hvort að líklegt að þetta yrði niðurstaða aðgerðanna, þ.e. hvort að líklegt og fyrirsjáanlegt væri að dauðsfall yrði af því að skjóta í gegnum hurðina. Hæstiréttur taldi að það hefði verið fyrirsjáanlegt og dæmdi hann þar með fyrir morð.

Pistorius skaut sambýliskonu sína Reevu Steinkamp til bana árið 2013. Hann skaut fjórum skotum í gegnum baðherbergisdyr á heimili þeirra, en Steinkamp var inn á baðherberginu. Pistorius sagði að hann hefði haldið að innbrotsþjófur væri hinum megin við dyrnar. Hann var upphaflega dæmdur til fimm ára fangelsis og hefur hann þegar afplánað eitt af af dómnum, en nýlega yfirgaf hann fangelsið til að afplána eftirstöðvar dómsins í stofufangelsi. Hann þarf nú að mæta aftur fyrir dóm þar sem dómari mun ákveða nýja tímalengd fangelsisvistar og hvort hann fái að afplána dóminn í stofufangelsi.