„Þetta er risamál. Fyrsta málið af þessu tagi sem fer til EFTA-dómstólsins og þar með í fyrsta skiptið sem reynir á þessi verðtryggingarákvæði fyrir dómstólnum," segir Einar Páll Tamimi hjá Nordik lögfræðiþjónustu. Hann starfaði um tíma sem yfirlögfræðingur hjá EFTA en er lögmaður Gunnars V. Engilbertssonar, fyrrverandi starfsmanns Glitnis, gegn Íslandsbanka. Málið snýst um 4,4 milljóna króna verðtryggt lán húsnæðislán sem tekið var árið 2007.

Þetta er annað tveggja lána sem EFTA-dómstólinn í Lúxemborg mun á næstunni taka fyrir og snúa að verðtryggingu á íslenskum neytendalánum. Dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit í þessum málum og í kjölfarið verða þau flutt fyrir dómstólum hérlendis. Sex spurningum hefur verið beint til EFTA-dómstólsins og í stórum dráttum fjalla þær um það hvort verðtryggð íslensk lán standist Evrópurétt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .