Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að fresta aðalmeðferð í máli Gunnars Björns Þórhallssonar gegn Kaupþingi þar til niðurstöður sérstaks saksóknara á markaðsmisnotkun Kaupþings liggja fyrir, eða úrslit sakamáls þar um.

Gunnar Björn krafðist tæplega 7 milljóna króna skaðabóta úr búi Kaupþings. Hann lýsti kröfu í búið en fékk hana ekki samþykkta og málið fór því fyrir dómstóla.

Gunnar Björn telur að Kaupþing hafi valdið sér tjóni með rangri sérfræðiþjónustu við fjárfestingar. Þann 6. febrúar sl. fór hann fram á að málinu yrði frestað þar til niðurstaða um meinta markaðsmisnotkun liggur fyrir. Fallist var á það.

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Helstu stjórnendur Kaupþings áður en bankinn fór á hliðina haustið 2008.