Christiane Taubira, dómsmálaráðherra Frakklands hefur sagt af sér vegna stjórnarskrárbreytingar-tillögu ríkisstjórnarinnar sem fór til  löggjafarþing Frakklands í gær.

Löggjöfinni er ætlað að svipta þá sem hafa hlotið dóm fyrir hryðjuverk ríkisborgararétti sínum í Frakklandi. Vitað var að Taubira væri ekki fylgjandi breytingunum, en þær voru settar fram í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París þann 13. nóvember sl.

Margir þeirra sem frömdu voðaverkin voru franskir ríkisborgarar sem höfðu gengið til liðs við Íslamska ríkið. Þeir höfðu því í raun tvöfalt ríkisfang. Taubira var meðal þeirra sem mótmælti löggjöfinni á þeim grundvelli að hún mismunaði aðilum sem höfðu tvöfallt ríkisfang.

Forsetinn og ríkisstjórn landsins tók harða línu gegn hryðjuverkum í kjölfar árásanna en hún hefur ekki verið samstíga ríkisstjórninni í þeim málum.

Jean-Jacques Urvoas hefur tekið við embættinu, en hann er fylgjandi breytingunum og stuðningsmaður forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls.