Máli slitastjórnar Glitnis gegn sjö fyrrum stjórnendum og eigendum Glitnis og PwC, endurskoðanda bankans, var vísað frá fyrir dómi í New York 14. desember í fyrra. Dómarinn í málinu komst að þeirri niðurstöðu að málið ætti heima á Íslandi því allir aðilar þess eru íslenskir. Fyrir skömmu var eftirrit af málflutningnum þann 14. desember birt á heimasíðu dómstólsins í New York. Viðskiptablaðið birtir hér brot af því sem þar fór fram.

Um Jón Ásgeir að leysa upp eignir sínar á Íslandi:

Michael C. Miller, lögmaður fyrir hönd slitastjórnar Glitnis : Það eru einnig eignir hérna í New York. Eins og þú veist, þá er skipun í gangi sem, í grundvallaratriðum, tengir tíu milljóna dala íbúð sem sakborningar búa í á 50 Gramercy North.

Ramos dómari: Leyfið mér að einfalda þetta, ef það fellur íslenskur dómur, verða einhver vandamál við að framfylgja honum hér?

Younger: Nei, ég held ekki.

Ramos dómari: Ef einhver hreyfir mótmælum, láti hann þau í ljós núna, að öðrum kosti ætla ég að telja það samþykkt að íslenskur dómur verði aðfarahæfur gegn New York eignum. Einu sinni, tvisvar, selt. Þá er það vandamál leyst. Það er þetta sem ég geri, ég leysi vandamál.

Miller: Nánast engar eignir eru á Íslandi, dómari. Við erum, dómari, í erfiðleikum með þá staðreynd að það er ferli til að framfylgja dómi á Íslandi. Sakborningurinn Jóhannesson er í því ferli að leysa upp allar eignir sínar á Íslandi.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.