Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Chesterfield málinu, sem einnig hefur verið nefndur CLN-málið var í dag ómerktur í Hæstarétti og vísað aftur heim í hérað.

Í frétt á vef mbl.is segir að í málinu voru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings og Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður bank­ans, ákærðir fyr­ir stór­felld umboðssvik og fyr­ir að hafa valdið Kaupþingi „gríðarlegu og fá­heyrðu“ fjár­tóni, eins og seg­ir í ákæru. Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, var einnig ákærður í mál­inu fyr­ir hlut­deild í umboðssvik­un­um. Þremenningarnir voru sýknaðir í héraðsdómi í janú­ar á síðasta ári en rík­is­sak­sókn­ari skaut mál­inu til Hæstrétt­ar.

Mennirnir þrír voru ákærðir fyr­ir lán til Chesterfield United Inc., Partridge Mana­gem­ent Group S.A. og eign­ar­halds­fé­laga þeirra, sam­an­lagt 510 millj­ón­ir evra haustið 2008. Það jafn­gilti nærri 70 millj­örðum króna miðað við gengi evru 7. októ­ber 2008. Saksóknari taldi að allt féð væri tapað Kaupþingi.