EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg mun kveða upp dóm sinn í Icesave-málinu 28. janúar næstkomandi, samkvæmt dagskrá dómsins , sem birt var í dag.

Icesave málið má rekja til stefnu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á hendur íslenska ríkinu þar sem íslenska ríkið er sakað um að hafa mismunað innstæðueigendum eftir þjóðerni og búsetu. Sem kunnugt er fór fram málflutningur í málinu um miðjan september sl. og þá var búist við því að niðurstöðu væri að vænta innan 2-3 mánaða, jafnvel fyrir jólin. Sú varð hins vegar ekki raunin.