Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms í máli Kaupþings á hendur Sigurði Einarssyni, fyrrum starfandi stjórnarformanni bankans, en sá síðarnefndi hafði krafist þess að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi á þeirri forsendu að lögmaður bankans mætti ekki á dómsuppkvaðningu Héraðsdóms.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að lögmaður Kaupþings hafi haft gildar skýringar á fjarveru sinni og því var dómurinn staðfestur. Sigurði ber að greiða Kaupþingi málskostnað.