Dómur verður kveðinn upp í svokölluðum skattahluta Baugsmálsins á morgun, föstudaginn, 9. desember. Málið snýst um meint skattalagabrot Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Kristínar Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssonar og Fjárfestingafélagsins Gaums.

Ákært var í málinu í desember 2008, eða fyrir þremur árum, en tímabilið sem ákært var fyrir nær frá árinu 1999 til 2002. Er ákærðu gert að sök að hafa skilað inn röngum skattframtölum á tímabilinu. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, verður ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna þar sem hann er nú í Bandaríkjunum