Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag Stefni Agnarsson og Daníel Þórðarson, fyrrum starfsmenn Kaupþings, í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hæstiréttur mildaði því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt menninga í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

Daníel og Stefnir, sem störfuðu hjá Kaupþing og sjóðastýringafyrirtæki bankans, voru sakaðir um að hafa sex sinnum sett inn kauptilboð í skuldabréfaflokk Exista í þeim tilgangi að hafa áhrif á dagslokaverð bréfanna og gefa þannig misvísandi til kynna eftirspurn eftir slíkum bréfum og verð þeirra. Tilboðin voru send skömmu fyrir lokun markaða. Héraðsdómur dæmdi í málinu í desember 2009 og var niðurstöðunni áfrýjað.

Um er að ræða fyrsta dóm sem fellur í Hæstarétti og og snýr að starfsemi viðskiptabankanna fyrir fall þeirra. Fimm Hæstaréttardómarar kváðu upp dóminn en það er gert í stefnumarkandi málum.

Dómur Hæstaréttar.