Hæstiréttur Íslands hefur mildað dóm yfir fyrrverandi forstöðumanni hjá Glitni banka, meðal annars vegna þess að fjögur ár liðu frá því að maðurinn braut af sér og þar til sérstakur saksóknari gaf út ákæru. ÓlafurÞór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir svolítið erfitt að átta sig á dómnum.

Maðurinn var ákærður fyrir innherjasvik og fyrir að hafa selt hlutabréf í Glitni banka fyrir um 20 milljónir króna á meðan hann gegndi stöðu forstöðumanns innan bankans. Bréfin seldi hann á tímabilinu frá 11. janúar til 18. september árið 2008.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og til að sæta upptöku á ríflega 19 milljónum krónum. Hæstiréttur mildaði dóminn eins og áður sagði og dæmdi hann í 9 mánaða fangelsi, þar af voru sex óskilorðsbundnir, og til upptöku ríflega 7 milljóna króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.