Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að dómur Hæstaréttar sem féll í vikunni í máli kröfuhafa gegn þrotabúi gamla Landsbankans (LBI) sé stórtíðindi. Á Facebook síðu sinni segir hann að mikilvægi hans slagi upp í Icesave-dóminn fyrir Ísland.

Pétur vísar í texta dómsins þar sem segir að „...það þvert á móti í samræmi við skyldur þeirra og meginreglur kröfuréttar að við úthlutun sé aðeins borgað út í krónum.“

Þetta þýði að slitastjórnir verði að flytja heim gífurlegar eignir þrotabúanna í útlöndum (2.300 milljarða), skipta þeim yfir í krónur og svo sætu kröfuhafarnir eins og við Íslendingar með krónur á bak við höft og gætu sig ekki hreyft meðan höftin vara.

„Nú hafa kröfuhafarnir hag af því (ásamt okkur) að búa til forsendur fyrir því að höftin fari,‟ segir Pétur.

Dómurinn á vef Hæstaréttar.