Breskir ferðamenn segja leigubílstjóra í Róm og París þá dónalegustu samkvæmt könnun á airportransfers.co.uk. Í könnuninni voru svör 2162 ferðamanna sem höfðu ferðast utan Bretlands síðustu 12 mánuði skoðuð.

Leigubílstjórar í San Antonio á Íbíza, Dubaí og Magaluf þykja ekki heldur þeir hressustu og fylgja fast á hæla starfsbræðra sinna í París og Róm.

Vinalegustu leigubílstjórarnir eru hins vegar í Pefkos á Rhodes og Marmaris í Tyrklandi. Aðrir kurteisir bílstjórar eru á Tenerife, New York og Palma Nova á Mæjorka.

Leigubílstjóri telst vinalegur og kurteis ef hann kjaftar mikið segja 86% svarenda og 42% kunnu að meta það ef bílstjóri fræddi farþega um helstu kennileiti.

Ekki hjálplegur var ástæða sem 51% aðspurðra gáfu upp þegar þau voru spurð um hvað það væri sem gerði bílstjóra dónalegan. Sjá nánar á The Telegraph .