Fríblöðin 24timer og Dato, sem hófu göngu sína í Danmörku fyrir nokkrum dögum virðast falla dönskum lesendum vel í geð, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar fjölmiðlarannsóknafyrirtækisins IUM fyrir Börsen.

Alls segja 48% lesenda 24timer að blaðið falli þeim vel í geð en aðeins 1% telja blaðið slæmt. Um 40% lesenda Dato eru jákvæðir út í blaðið en 5% eru neikvæðir.

Könnunin leiðir í ljós að 5-10% lesenda fríblaðanna séu tilbúnir að segja upp áskrift að greiddum dagblöðum.