Nú styttist í birtingu uppgjöra dönsku bankanna og margt bendir til þess að afkoma þeirra hafi verið afar góð í fyrra þrátt fyrir fjármálakreppu og kólnun á fasteignamarkaðinum í Danmörku. Í grein Børsen er því gert skóna að að árið í fyrra hafi verið metár hjá bönkunum en samkvæmt samantekt blaðsins hafa þeir uppfært væntingar sínar um hagnaðinn frá því í byrjun ársins um 11% frá árinu áður eða meira en 100 milljarða íslenskra króna. Þeir gera þannig ráð fyrir að heildarhagnaðurinn í fyrra muni nema hátt í 1.100 milljörðum íslesnkra króna en það væri þá 33% aukning frá árinu 2006.

Christian Hede, sérfræðingr Jysek Bank, segist ekki verða hissa á því að árið í fyrra hafi verið metár. ”Það stafar hluta til af því að undirmálslánakreppan kemur í grófum dráttum ekki niður á dönsku bönkunum. Þá hefur hefur vöxturinnn í hagkerfinu ekki verið eins lítill og menn bjuggust við fyrir ári síðan og atvinnuleysið hefur haldið áfram að minnka. Þannig að spár um að útlánatap banka myndi aukast hafa alls ekki gengið eftir, að minnsta kosti ekki á fyrsti þremur fjórðungum ársins,” segir Hede.