Um 200 manns dönsuðu zumba við suðrænan tónlist í hóptíma sem Hreyfing stóð fyrir í Valsheimilinu fyrir skömmu. Dansinn var til styrkta UNIFEM.

Í fréttatilkynningu í tengslum við styrktardansinn segir að Glitnir [ GLB ] hafi styrkt viðburðinn en bankinn er einn af aðalstuðningsaðilum UNIFEM. Allur ágóði af viðburðinum, 400.000 krónur, rennur til UNIFEM á Íslandi en féð verður nýtt til baráttunnar gegn ofbeldi á konum í Suður-Ameríku.

Zumba er æfingakerfi sem byggist á samspili danshreyfinga við suðræna tónlist og á rætur að rekja til Kólumbíu. Í tilefni af söfnuninni kom kólumbískur gestakennari til landsins og leiddi suðrænu sveifluna. Hreyfing opnar nýja stöð í Glæsibæ um áramótin og þar verður zumba einn af fjölmörgum kostum til heilsubótar, segir í tilkynningunni.