Mary Barra, sem nýverið tók við forstjórastarfinu hjá bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM), segir miður sín vegna galla í bílum fyrirtækisins. Talið er að rekja megi að minnsta kosti 12 dauðsföll í umferðarslysum til galla í bílum GM. Rúm 10 ár eru síðan kvartað var út af fyrstu bílunum með þessum göllum og voru í sviss bílanna.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir frá því að Barra hafi setið fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd um málið í gær. Hún hafi furðað sig á því að fyrri stjórnendur fyrirtækisins hafi sagt það dýrt að laga gallana.

Fyrirtækið hefur þurft að innkalla 2,6 milljónir bíla vegna þessa.