*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 4. júlí 2020 15:32

Dóri DNA opnar vínbar

Dóri DNA hyggst opna vínbar og kaffihús undir nafninu Mikki refur á móti Þjóðleikhúsinu nú í sumar.

Ritstjórn
Dóri DNA hefur gert garðinn frægann í gegnum árinn meðal annars sem uppistandari og leikari.
Haraldur Guðjónsson

Leikarinn, uppistandarinn og náttúruvínsfrömurðurinn Dóri DNA stefnir á að opna vínbar og kaffihús undir nafninu Mikki refur í ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Ætla má að breytt úrval náttúruvíns verði í boði auk þess sem vöfflur og heitt súkkulaði verða á matseðlinum.

Mikki refur verður stað­settur á móti Þjóð­leik­húsinu á Hverfis­götu 18, þar sem Bar 11 var til starf­ræktur þar til um vorið 2018. Hús­­gagna­versl­un­in NORR11 færir sig einnig á Hverfis­götu 18 og verður Mikki refur í sam­liggjandi rými.