*

þriðjudagur, 21. janúar 2020
Erlent 2. september 2019 11:25

Dorian gæti kostað 25 milljarða

Nái fellibylurinn Dorian landi á austurströnd Flórída gæti hann valdið skaða upp á 40 milljarða dollara.

Ritstjórn
epa

Fellibylurinn Dorian sem gengur nú yfir Bahama eyjar mun valda að minnsta kosti 25 milljarða dollara tjóni samkvæmt greinendum hjá svissneska fjárfestingabankanum UBS. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg

Muni fellibylurinn valda þeim skaða sem greinendur búast við mun fellibylurinn standa undir tjónaþyngstu náttúruhamförum síðan árið 2017 þegar fellibylurinn Maria gekk yfir. Að mati greinenda UBS gæti tjón vegna fellibylsins numið allt að 40 milljörðum dollara en það veltur á því hvort hann nái landi á austurströnd Flórída. 

Fellibylurinn er nú þegar sá kröftugasti til að ná landi í Atlantshafinu frá árinu 1935 samkvæmt veðurstofu Bandaríkjanna en samkvæmt bandarísku fellibyljastofnuninni hefur vindhraðinn nú þegar farið yfir 80 metra á sekúndu og telst Dorian nú sem fimmta stigs fellibylur. 

Stikkorð: Fellibylur Dorian