„Allar tekjur og eignir Dorritar eru erlendis og eru, eins og ber að gera, skattlagðar þar,“ segir í svari forsetaembættisins við fyrirspurn Viðskiptablaðsins um eignir forsetafrúarinnar.

Eins og fjallað var um í Viðskiptablaðinu í síðustu viku greiða forsetahjónin ekki auðlegðarskatt á Íslandi.

Þetta hefur vakið athygli margra þar sem Dorrit Mousaieff er eins og flestir vita af auðugum ættum og hafa fjölmiðlar vestanhafs metið eignir fjölskyldu hennar á tugmilljarða. Samkvæmt íslenskum lögum þurfa hjón að greiða skatt af eignum yfir 100 milljónir króna. Það er því ljóst að eignir forsetahjónanna ná ekki því lágmarki hér á Íslandi þó að annað kunni að gilda utan landsteinanna.