Dorrit ehf. tapaði 21 þúsund krónum á árinu 2010 en félagið er alfarið í eigu Dorritar Moussaieff forsetafrúar. Eigið fé er neikvætt um tæpar 905 þúsund krónur og skýrist það af uppsöfnuðu tapi að upphæð 1,4 milljóna króna.

Dorrit ehf. var stofnað árið 2005 og er tilgangur félagsins smásala á úrum og skartgripum. Er uppsafnað tap félagsins tilkomið vegna sama árs.

Í lok þessa árs námu heildareignir félagsins rúmlega 17 milljónum sem skýrast af láni hluthafa upp á rúmlega 18 milljónir en heildareignir í lok árs 2010 nema tæpum 17 þúsund krónum.

forseti Íslands
forseti Íslands
© AFP (AFP)