Dor­rit Moussai­eff tengist minnst fimm banka­reikn­ing­um í Sviss og tveim af­l­ands­fé­lög­um í gegn­um fjöl­skyldu sína

Þetta kem­ur fram í gögn­um sem upp­ljóstr­arar létu Le Monde, Südd­euts­he Zeit­ung og ICJ fá og kall­ast Swiss Leaks og Panama Papers. Greint er frá þessu í frétt á heimasíðu Reykja­vik Media í gærkvöldi. Ýmsir erlendir fjölmiðlar hafa auk þess fjallað um málið.

Í frétt­inni seg­ir að fjöl­skylda Dor­rit­ar, þar á meðal syst­ur henn­ar tvær, hafi átt reikn­inga með allt að 80 millj­ón doll­ara inni­stæðum í HSBC bank­an­um í Sviss árin 2006 og 2007. Dor­rit virðist þó sjálf ekki hafa komið að flest­um reikn­ing­un­um.

Samkvæmt Reykja­vik Media sýna gögnin eng­in lög­brot Dor­rit­ar enda er það er ekki ólög­legt að eiga af­l­ands­fé­lög eða sviss­neska banka­reikn­inga. Hinsvegar telur miðillinn að gögn­in vekji engu að síður upp spurn­ing­ar um hvort að for­setafrú Íslands hafi hagn­ast á af­l­andsviðskipt­um for­eldra henn­ar og hvort gerð hafi verið grein fyr­ir eign­um henn­ar.

Í yf­ir­lýs­ingu sem send var Reykja­vik Media sagði Dor­rit að fjár­hag­ur sinn og Ólafs Ragn­ars væri og hefði alltaf verið aðskil­inn og þá sagði Örn­ólf­ur Thors­son for­seta­rit­ari í skrif­legu svari að for­set­inn hefði enga vitn­eskju um fé­lög­in og að hann hefði aldrei heyrt um þau. Þá sagði í svari Örn­ólfs að for­set­inn hefði aldrei haft upp­lýs­ing­ar um aðra meðlimi Moussai­eff fjöl­skyld­unn­ar.