*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 22. febrúar 2006 12:02

Dótturfélag Actavis fær samþykki fyrir nýju samheitalyfi

Ritstjórn

Dótturfélag Actavis í Bandaríkjunum, Amide Pharmaceutical Inc, hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar (FDA) fyrir markaðsleyfi á lyfinu Cyclobenzaprine töflum í styrkleikanum 5 mg.

Cyclobenzaprine er samheitalyf frumlyfsins Flexeril® sem framleitt er af McNeil Consumer & Specialty Pharmaceuticals. Cyclobenzaprine er vöðvaslakandi lyf.

Amide er staðsett í Little Falls, New Jersey í Bandaríkjunum og sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á hágæða samheitalyfjum. Actavis keypti félagið í maí 2005.