SRE II, framtakssjóður undir sjóðastýringafélaginu Stefni, dótturfélagi Arion banka, hefur keypti húseigninga við Borgartún 37 í Reykjavík. Í húsinu eru höfuðstöðvar Nýherja og var það áður í eigu Miðengis, dótturfélags Íslandsbanka.

Fram kemur í tilkynningu að SRE II hafi það að markaði að fjárfesta í atvinnuhúsnæði sem er með leigusamning til langs tíma við trausta leigutaka.

Unnið hefur verið að stofnun sjóðsins í nokkur misseri og gera áætlanir ráð fyrir að hann geti fjárfest fyrir rúma 10 milljarða króna. Kaupin á Nýherjahúsinu er fyrsta fjárfesting sjóðsins. Því til viðbótar er áreiðanleikakönnun á lokametrunum um kaup á sambærilegri eign. Annar sjóður Stefnis, SRE I, keypti fyrir nokkru hótel Icelandir við Þingvallastræti á Akureyri.

Fram kemur í tilkynningu Stefnis, að félagið sjái mikil tækifæri í kaupum á atvinnuhúsnæði í tengslum við endurskipulagningur íslenskra fyrirtækja.

„Eitt af því sem einkennir íslenska markaðinn er að hlutfall atvinnuhúsnæðis af heildareignum stofnanafjárfesta á Íslandi er umtalsvert lægra en við sjáum í löndum umhverfis okkur. Vaxandi tækifæri eru fyrir stofnanafjárfesta til fjárfestinga hérlendis í traustu atvinnuhúsnæði, hvort sem litið er til kaupa á húsnæði eða eignatryggðrar fjármögnunar með útgáfu verðtryggðra skuldabréfa,“ segir í tilkynningunni.