Ungnautafélagið sem rekur Íslensku kaffistofuna á jarðhæð í Turninum í Höfðatorgi skilaði 7,8 milljóna króna tapi á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi félagsins.

Félagið er í 100% eigu Nautafélagsins ehf. sem rekur jafnframt Hamborgarafabrikkuna og er í eigu þeirra Sigmars Vilhjálmssonar, Jóhannesar Ásbjörnssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar, oft kenndan við Subway.

Íslenska kaffistofan hefur verið í rekstri frá því í mars 2011 og námu tekjur félagsins 14,8 milljónum á árinu 2011 en eigið fé félagsins var neikvætt um 7,5 milljónir í lok ársins.