Summa rekstrarfélag skilaði tæpum 12 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við rúman þriggja milljóna hagnað árinu áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Þar segir að tekjur félagsins hafi numið 128,5 milljónum króna á síðasta ári sem er umtalsvert meira en árið áður þegar tekjurnar námu 50,8 milljónum. Eignir félagsins nema 81 milljarði króna og er eiginfjárhlutfall þess 22,85%.

Félagið er í 51% eigu Íslandsbanka og 49% eigu Megindar ehf. sem er félag í eigu starfsmanna Summu en það keypti 15% hlutafjár af Íslandsbanka á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Summu er Sigurgeir Tryggvason en hann var ráðinn til félagsins árið 2013.