Dótturfélag Kaupþings banka í Finnlandi, Norvestia, hefur undirritað samning um sölu á hlutum sínum í Neomarkka. Kaupandinn er finnska fyrirtækið Reka. Samkvæmt samningnum selur Norvestia alla hluti sína í Neomarkka sem svarar til 32,5% hlutafjár og 53,1% af atkvæðavægi í fyrirtækinu, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Kauphallarinnar.

Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að söluverðið er áætlað um 30,4 milljónir evra eða um 2,3 milljarðar kr. en endanlegt söluverð mun ráðast af breytingum á markaðsvirði vogunarsjóða í eigu Neomarkka á tímabilinu 30. september 2005 til 31. mars 2006. Hagnaður Norvestia af þessari sölu er áætlaður um 10 milljónir evra (750 milljónir kr.) og verður hann færður í uppgjör þessa árs. Kaupþing banki á rúmlega 30% hlutafjár í Norvestia og er félagið hluti af samtæðu bankans þar sem hann fer með 54,4% atkvæða í félaginu.