Dótturfélag Kaupþings banka, FIH Erhvervsbank, er að undirbúa sölu á þriggja ára skuldabréfum á breytilegum vöxtum, samkvæmt upplýsingum frá umsjónaraðilum.

Svissneski bankinn Credit Suisse of franski bankinn SG CIB hafa umsjón með sölunni.

Reiknað er með að selja skuldabréf fyrir 250 milljónir evra, sem samsvarar 21 milljarði íslenskra króna.

Umsjónaraðilarnir segja að kjörin séu á bilinu 34-35 punktar yfir þriggja mánaða millibankavexti í Evrópu (EURIBOR).