Hagnaður Keops Ejendoms Obligationer, dótturfélags fasteignafélagsins Keops, fyrir skatta og áður en tekið hefur verið tillit til gengisbreytinga, nam alls 14,2 milljónum danskra króna á fyrri helmingi ársins sem er betri niðurstaða en gert var ráð. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Baugs sem á 29% hlut í móðurfélaginu.

Verðmætabreytingar nema þar að auki 92,2 milljónum danskra króna til viðbótar. Áfram eru sömu væntingar um heildarhagnað ársins 2006 fyrir skatta og áður en tekið hefur verið tillit til gengisbreytinga og kynntar voru í kynningarefni hlutabréfanna.

Keops Ejendoms Obligationer V (Fatburen) A/S á og rekur með dótturfyrirtækjum sínum sænskar fasteignir sem er að finna í Stokkhólmi. Umframafkoman núna miðast við fyrir í kynningarefni hlutabréfanna frá 2. maí 2005.