Einn lykilmanna á fyrirtækjasviði í írska hlutabréfafyrirtækinu Merrion Capital, sem er í eigu Landsbankans, mun yfirgefa fyrirtækið og stofna sinn eiginn rekstur, að því er kemur fram í frétt Sunday Business Post.

Fregnir herma að hann muni vera hjá Merrion einhverjar vikur í viðbót, en hafi gefið til kynna að hann hyggist stofna sitt eigið fjárfestingarfyrirtæki.

Friel hefur haft umsjón með ýmsum fjölmiðlasamningum á undanförnum árum og hefur tekið þátt í vinnu við söluferli á Emaps útvarpsstöðvum, sem hljóðar upp á 16,9 milljarða króna. Hann mun hugsanlega halda áfram hjá fyrirtækinu þar til þeim samningi verður lokið, að því er kemur fram í fréttinni.

Talið er að Friel sé í samstarfi um stofnun fyrirtækisins með Mark O?Donovan, sem nýverið sagði upp starfi sínu sem yfirmaður fyrirtækjasviðs Goodbody Stockbrokers. Báðir aðilar hafa sérfræðiþekkingu í tækni- og upplýsingaiðnaði, en þó er ekki talið að nýja fyrirtækið verði einskorðað við það, en heimildir fregna að það verði fremur smátt í smíðum.

Landsbankinn keypti Merrion Capital árið 2005 fyrir um fjóra milljarða króna. Félagið skilaði 24 milljarða evra hagnaði á síðasta ári, sem var rúmlega þrefalt meira en á árinu áður og fór fram úr björtustu vonum Landsbankans.