Um 52% landsmanna segjast munu samþykkja lögin um Icesave ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í dag.Um 48% aðspurðra segist ætla að hafna lögunum. Vikmörkin eru 3,8% þannig að óhætt er að segja að þjóðin sé klofin jafnt í þessu máli.

Þegar spurt var um afstöðu fólks til aðildar að Evrópusambandinu var greinilegt að þeir sem eru frekar eða mjög fylgjandi aðild Íslands að ESB vilja samþykkja Icesave.

Þetta er niðurstaða könnunar MMR sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið. Könnunin var framkvæmd af MMR dagana 8. – 11. mars. Um 900 einstaklingar svöruðu könnuninni.

Icesave könnun
Icesave könnun
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.


Nokkur munur er á milli kynja en verulegur er eftir búsetu. Þannig segjast tæp 58% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu ætla að samþykkja lögin en aðeins 43% þeirra sem búa á landsbyggðinni ætla að gera slíkt hið sama.

icesave könnun
icesave könnun
© None (None)

Um 58% þeirra sem lokið hafa háskólanámi ætla sér að samþykkja lögin en mesta andstaðan við því að samþykkja lögin er meðal þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskóla eða 59%. Þá ætla 63% sérfræðinga að samþykkja lögin en um 59% bænda og sjómanna að hafna þeim.

Nánar er fjallað um niðrstöður könnunarinnar í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.


Meðal annars efnis í blaði morgundagsins:


  1. Sveitarfélögin vilja að bankarnir taki á sig höggið vegna Fasteignar
  2. Nýju kaupaukarkerfið ætlað að taka mið af ólíkum störfum
  3. Úttekt: Viðbúið að Bretar tapi 200 milljörðum vegna Kaupþings Edge, Icesave og Heritable
  4. Engin hætta á að innlendir hluthafar í Össuri lokist inn, segir kauphallarstjóri
  5. Hrafn Magnússon, fráfarandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóðanna, svarar gagnrýni á lífeyrissjóðina í viðtali við Viðskiptablaðið
  6. Kjarnorkuverin í Japan kortlögð
  7. Hestablaðið kemur út ásamt Viðskiptablaðinu á morgun
  8. Seðlabankinn hélt vöxtum óbreyttum
  9. Fréttaskýring: Dómur í máli Baldurs Guðlaugssonar verður kveðinn upp innan fjögurra vikna
  10. Erlent: Greiðslufall Argentínu og afleiðingar þess