Bloomberg hefur valið Kepler Equities, dótturfélag Landsbankans, besta verðbréfamiðlara í Evrópu, segir greiningardeild Landsbankans.

?Bloomberg velur eftir því hvernig meðmæli verðbréfafyrirtækjanna reynast. Valið er því ekki vinsældakeppni, svo vitnað sé í Bloomberg, heldur mæling á nákvæmni ráðgjafar greiningardeilda. Í öðru sæti var Merrill Lynch, en JP Morgan Chase og UBS voru jafnir í því þriðja," segir greiningardeildin.

Það starfa tæplega 100 sérfræðingar hjá Landsbankasamstæðunni við greiningar í 9 löndum Evrópu og fylgjast með ríflega 760 fyrirtækjum.