UAB "Gerove", dótturfélag Plastprent hf. í Litháen hefur náð samkomulagið við fyrirtækið UAB "Palink" sem rekur stórmarkaði undir nafni IKI í Eystrasaltríkjunum.  Verðmæti samningsins er áætlað 120 milljónir íslenskra króna á ársgrundvelli.

Samningurinn nær yfir alla burðaboka fyrirtækisins sem unnir eru úr niðurbrjótanlegu hráefni (Bio - Oxo) ásamt ruslapokum til endursölu.

Í frétt á heimasíðu Plastprents kemur fram að fyrirtækið er eitt af 10 stærstu fyrirtækjum Eystrasaltsríkjanna og reka 250 verslanir með ársveltu upp á 150 milljarða ísenskra króna. Þar starfa yfir 8.000 manns.