Samherji HF
Samherji HF
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Samkeppniseftirlitið hefur gefið samþykki sitt um kaup Snæfells ehf.,dótturfélags Samherja hf., á aflaheimildum, landvinnslu á Akureyri og að Laugum og tveimur skipum Brims hf. Í kaupnum eru tæki, vélar, veiðiheimildir sem nema 5.900 þorskígildistonnum auk skipanna tveggja. Nýja fyrirtæki mun heita Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) og mun Samherji formlega taka við rekstrinum eftir sumarlokanir í byrjun ágúst. Skrifað var undir kaupsamning þann 1. maí síðastliðinn með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í frétt Landsamband íslenskra útvegsmanna.

Útgerðafélag Akureyringa verður rekið sem sérstakt félag innan Samherja. Þá verður yfirstjórn félaganna sameiginleg og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdarstjóri Samherja, mun stýra útgerð ÚA og Gestur Geirsson, framkvæmdarstjóri landvinnslu Samherj, mun stýra landvinnslu ÚA.