Leigutekjur fasteigna- og fjárfestingafélagsins Dvorzak Ísland námu 171 milljón króna og stóðu svo til í stað á milli ára í fyrra.

17 milljón króna söluhagnaður fjármuna vó upp á móti 12 milljóna aukningu rekstrargjalda, en neikvæð hlutdeild í afkomu dótturfélaga upp á 51 milljón dró afkomuna niður í 53 milljóna tap fyrir árið.

Heildareignir námu 2,36 milljörðum og lækkuðu lítillega milli ára, og eigið fé 107 milljónum, sem er þriðjungssamdráttur frá fyrra ári.