Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum enduðu rauðir í dag eftir að greiningaraðilar spáðu meiri afskriftum og hraðari verðlagshækkunum en fjárfestar höfðu búist við. Olíuverð hélt einnig áfram að hækka.

S&P lækkaði um 0,9%, Dow Jones féll um 1,5% og Nasdaq um 1%. Bloomberg greinir frá því að tvö hlutabréf hafi hækkað fyrir hvert sem hækkaði.

Citigroup, Bank of America og JPMorgan leiddu lækkun fjármálafyrirtækja þriðja viðskiptadaginn í röð eftir að því að var spáð að bankar myndu afskrifa allt að því 170 milljarða dollara eða meira til viðbótar fram til enda 2009. Tryggingafélagið AIG hefur ekki verið lægra skráð en síðan 1998, en félagið lækkaði mikið í dag þegar tilkynnt var um fjármögnunaráætlanir þess.