Dow Jones-hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um 0,5% um tíma í gær og rauf til skamms tíma 13 þúsund stiga múrinn. Vísitalan hefur ekki náð þessum hæðum síðan í maí árið 2008. Hæstu hæðum sló vísitalan þegar hún fór yfir 14 þúsund stigin í október 2007. Eftir það tók hún að síga hratt eins og aðrar hlutabréfavísitölur um nær heim allan. Eftir því sem leið á daginn dró úr hækkuninni og endaði hún undir 13 þúsund stigunum.

Laura Bush
Laura Bush

Sem dæmi um það náði hlutabréfavísitalan hæstu hæðum í júlí árið 2007 áður en hún hrundi niður og gufaði nánast upp með falli bankanna í október ári síðar.

Í frétt netútgáfu breska dagblaðsins Guardian af málinu er hreyfingin á Dow Jones-vísitölunni lýsandi fyrir væntingar fjárfesta og séu þeir greinilega bjartsýnir á lausn skuldakreppunnar á evrusvæðinu eftir að stjórnvöld á Grikklandi tryggðu sér björgunarlánalínu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þá er haft eftir sérfræðingi á fjármálamarkaði að á sama tíma og fjárfestar vestanhafs séu kátir þessa dagana yfir ágætri afkomu bandarískra fyrirtækja þá séu þeir orðnir þreyttir á skuldakreppunni á evrusvæðinu.

Guardian bendir á að ekki hafi spillt fyrir að Laura Bush, eiginkona George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafi hringt kauphallarbjöllunni vestanhafs í gær - skömmu síðar hafi hlutabréfavísitalan tekið flugið.