Bandaríska Dow Jones vísitalan hefur náð nýju meti á nýju ári að því að Bloomberg greinir frá en vísitalan fór yfir 25.000 stig í morgun að því er Bloomberg greinir frá .

Verðhækkanir á bréfum Boeing og Wal-Mart gerðu það að verkum að vísitalan sló metið á nýju ári en Dow Jones hækkaði um nær 5.000 stig á árinu 2017 og markaði besta gengi hennar síðan árið 2013.

Talið er að skattaafslættir í nýju skattalagalagafrumvarpi sem samþykkt var í bandaríska þinginu nýlega muni einnig hafa jákvæð áhrif á hlutabréfaverð á nýju ári sem og aukin hagvöxtur á heimsvísu og hægfara aukningu aðhalds seðlabanka.