Dow Jones vísitalan (DJIA) mældist 11.727,34 stig við þegar viðskiptum lauk í dag og hefur hún aldrei mælst hærri. Eldra met var sett 14. janúar 2000 og mældist vísitalan þá 11.722,98 stig. Hækkunin í dag nam tæpum 57 stigum eða um 0,5%.

Talið er að þessa hækkun megi rekja til lækkandi olíuverðs, en fatið af hráolíu lækkaði um 4% í dag og seldist á USD58,68 á hrávörukaupmarkaðnum í New York. Fjárfestar virðast áætla að þessi lækkun muni skila sér í minni verðbólguþrýstingi. Það myndi aftur leiða af sér samdrátt í efnahagslífinu án þess þó að leiða af sér einhvers konar kreppu.