Wall Street
Wall Street
© Getty Images (Getty)
Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu vestanhafs í dag. Nasdaq vísitalan hækkaði um 2,3% og Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,9%. Hún er nú réttu megin við núllið það sem af er ári. Vélaframleiðandinn Caterpillar var hástökkvari dagsins, en bréf í félaginu hækkuðu um 5% eftir að ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt.

Wall Street Journal segir að skortur á neikvæðum fréttum frá Evrópu, jákvæð afkoma Catrepillar og hagtölur frá Kína hafi einkum leitt til hækkunar í dag.