Dow Jones vísitalan fór yfir 21 þúsund stiga markið á miðvikudag á mörkuðum í New York á miðvikudag, en vísitalan fór yfir 20 þúsund stiga markið fyrir einungis 35 viðskiptadögum síðan.

Þegar vísitalan fór yfir 20 þúsund stiga markið var um næstskemmsta tíma í sögu vísitölunnar sem það hafði tekið að fara yfir þúsund stiga mark, en nú hefur það met verið brotið enn á ný.

Skemmsti tíminn sem það hefur þó tekið var þegar vísitalan var einungis 24 viðskiptadaga að fara á milli 10.000 og 11.000 stiga í maí árið 1999.

Þrátt fyrir áhyggjur af mögulegri stýrivaxtahækkun seðlabanka Bandaríkjanna virðist ræða Donald Trump Bandaríkjaforseta á þriðjudag í bandaríska þinginu, hafa aukið bjartsýni markaðsaðila á að honum takist að bæði lækka skatta og auka það sem hann kallar fjárfestingar ríkisins.