*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Fólk 5. janúar 2022 08:37

Dr. Alexandra Leeper til Sjávarklasans

Dr. Alexandra Leeper hefur verið ráðin yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Íslenska sjávarklasanum.

Ritstjórn
Dr. Alexandra Leeper, nýr yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Sjávarklasanum.
Aðsend mynd

Dr. Alexandra Leeper hefur verið ráðin yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Íslenska sjávarklasanum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Alexandra ólst upp í Bretlandi þar sem hún hóf köfun 12 ára gömul og hefur haft ástríðu fyrir hafinu alla tíð síðan. Alexandra lauk doktorsprófi frá The Norwegian University of Life Sciences í samstarfi við Matís árið 2021 með doktorsrannsókn um sjálfbært fiskeldi. Hún er einnig með BS gráðu í sjávarlíffræði og MS gráðu í sjávarumhverfisfræði. 

Alexandra mun leiða starf Sjávarklasans og dótturklasa hans í nýsköpun og þróun, aðstoða sprotafyrirtæki og leiða áframhaldandi vinnu klasans við ráðgjöf á alþjóðavettvangi.