„Vestræn stjórnvöld hafa áttað sig á því að þau þurfa ekki að eiga öll helstu fyrirtækin. En það skekkir markaðsstöðuna þegar stjórnvöld einkavæða fyrirtækin en ætla svo að stjórna þeim frá hliðarlínunni með því að dæla yfir þau reglufargani og lögum,“ sagði dr. Eamonn Butler, forstöðumaður Adam Smith Institute í London og höfundur bókarinnar The Best Book on The Market á morgunverðarfundir um efnahagsmál sem nú stendur yfir.

Dr. Butler sagði að þeir sem starfi í viðskiptum og á mörkuðum þekki þá betur en þeir sem gera það ekki.

„Þess vegna þurfa þeir að fá svigrúm til þess að starfa á slíkum mörkuðum,“ sagði dr. Butler.