Benjamin Franklin sagði alltaf að það eina sem væri öruggt í lífinu væru dauði og skattar. Það sem Franklin gerði sér ekki grein fyrir var að dauðinn verður ekki íþyngilegri eftir hverjar kosningar eins skattarnir.

Þannig hóf dr. Eamonn Butler, forstöðumaður Adam Smith Institute í London og höfundur bókarinnar The Best Book on The Market mál sitt á morgunverðarfundir um efnahagsmál sem nú stendur yfir.

Dr. Butler sagði þrjú helstu deilumál frjálsra markaða vera viðskiptaumhverfi, alþjóðavæðingu og reglugerðarfargan. Þá bætir hann því við að í raun geti núverandi lausafjárkrísa fallið undir fjórða vandamálið.

Hann segir nauðsynlegt að verja frjáls viðskipti og leyfa þeim að eiga sér stað án afskipta reglugerða og stjórnmála.

„Markaðir virka best af því að þeir eru ófullkomnir,“ sagði dr. Butler í erindi sínu. Hann segir stjórnmálamenn sjá góð dæmi um góða markaði en um leið og upp kemur markaðsbrestur finni stjórnmálamenn hjá sér þörf til að hafa áhrif og reyna að gera markaðinn „fullkominn“ á ný.