„Við erum búin að vera í miklum gleðskap síðustu 15 árin og það er ekki óeðlilegt að eftir á fái menn timburmenni,“ sagði dr. Eamonn Butler, forstöðumaður Adam Smith Institute í London og höfundur bókarinnar The Best Book on The Market á morgunverðarfundir um efnahagsmál sem nú stendur yfir.

Dr. Butler sagði nauðsynlegt að leyfa mörkuðum að ganga í gegnum sveiflur án afskipta. Hann sagði að þrátt fyrir núverandi fjármálakrísu sé nauðsynlegt að skoða heildarmyndina í alþjóðakerfinu.

„Við sjáum markaði vaxa hratt í Asíu og það er engin ástæða til að vanmeta það,“ segir dr. Butler.

„Það er auðvitað ekki auðvelt fyrir stjórnmálamann að segjast ekki ætla að gera neitt þegar hann er spurður að því hvernig hann ætli bregðast við vandamálum á mörkuðum,“ segir dr. Butler.

„En hann er engu að síður að gera markaðnum mikinn greiða með því að halda að sér höndum.“